Kökumiðar vegna árshátíðar

Föstudagskvöldið 16.nóvember 2018, verður árshátíð skólans.  Daginn ber upp á Dag íslenskrar tungu en þá hefur verið venjan að halda Elínborgardag.  Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands þá verður þema árshátíðaratriða árin 1918-2018.

Skólafélagið Rán verður með kaffisölu eins og venjan er á Elínborgardegi.  Okkur langar því að biðja hvert heimili sem á nemendur í skólanum að leggjast til eitthvert góðgæti á kaffiborðið.  Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda.  Vinsamlegast athugið að það má alls ekki koma með rétt sem inniheldur hnetur, þ.m.t. Snickers.

Vinsamlegast komið með ykkar rétt í Fellsborg milli kl. 17:00 og 18:00 á árshátíðardegi.

                                                                   Stjórn skólafélagsins Ránar