Símenntunaráætlun

Símenntunaráætlun Höfðaskóla

Skv. 12. gr grunnskólalaga skal hver grunnskóli að frumkvæði skólastjóra móta sína
símenntunaráætlun til ákveðins tíma.
Kennarar og annað starfsfólk eiga kost á reglulegri símenntun í þeim tilgangi að efla sig í
starfi. Til símenntunar starfsmanna telst öll formleg fræðsla eins og nám, námskeið,
fræðsluerindi og fræðslufundir. Sömuleiðis má nefna óformlega fræðslu eins og
vettvangsferðir, kynningar, heimsóknir í kennslustundir, handleiðsla o.fl.

Ákvörðun um námskeið fyrir kennara er að hluta til tekin í samvinnu við aðra skóla í
Húnavatnssýslum (Blönduskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra) og er
kennurum skylt að sækja þau námskeið. Að öðru leyti skipuleggur skólastjóri símenntun
í samráði við starfsmenn eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Starfsmenn gera grein
fyrir þeim símenntunarþáttum sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi
og bæta þekkingu sína.

Símenntunaráætlun á að vera í sífelldri endurskoðun og getur breyst eftir aðstæðum og
verkefnum hverju sinni. Starfsmenn halda sjálfir utan um sína símenntun og skila árlega
til skólastjóra. Farið er yfir símenntunaráætlunina með starfsfólki að hausti. Endanleg
ákvörðun símenntunar er í höndum skólastjóra.