Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Höfðaskóla

Góður mannauður er lykillinn að velgengni hverrar stofnunar. Mikilvægt er að hlúa að
starfsmönnum stofnunar sem allir búa að ólíkri reynslu og þekkingu.
Markmið Höfðaskóla er að hafa ætíð á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem
sýna frumkvæði og þjónustulund. Sömuleiðis er mikilvægt að þeir bregðist við síbreytilegum
þörfum skjólstæðinga sinna.