Fyrsta föstudagskveðjan í maí

Nú er maí genginn í garð (loksins myndu sumir segja) og veðrið hefur leikið við okkur undanfarna daga. Vikan var óhefðbundin þar sem 1. maí bar upp á miðvikudegi og því var frí þann dag. 

Í maí lengist útivisvartími barna og það fer gjarnan að bera á því að þau séu þreytt þegar þau koma í skólann eftir útiveru kvöldinu áður. Við biðjum foreldra að gæta þess að börnin séu ekki of lengi úti og fari þ.a.l. seint að sofa þó það sé erfitt að halda í við þau í blíðunni. 

Framundan hjá okkur er ýmislegt skemmtileg. Nemendur í 5.-7. bekk munu taka þátt í íþróttadegi miðstigs með Húnaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra en dagurinn verður haldinn hér hjá okkur n.k. þriðjudag og verður dagskráin frá 13:00-16:00. Við munum fá heimsókn frá lögreglunni sem kemur með rafhlaupahjólafræðslu og ýmislegt fleira. Nemendur í 9. og 10. bekk fara svo í ferð til Danmerkur dagana 21.-25. maí, svo það er nóg framundan. 

Í næstu viku kemur aftur rauður dagur en fimmtudaginn 9. maí er uppstigningardagur og því verður ekki skóli þann dag. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar í veðurblíðunni
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa