Fréttir

Föstudagskveðja

Áfram æðir skólaárið og apríl rúmlega hálfnaður, veðrið minnir okkur þó kannski ekki á að sumarið sé handan við hornið en við skulum vona að nú fari að vora hjá okkur. Í vikunni fengu nemendur í 8.-10. starfakynningu á námi og störfum slökkviliðsfólks en kynningin var hluti af valgreininni starfakynningar. Höfðaskóli er einnig kominn í samstarfsverkefni á vegum Háskóla Íslands sem nefnist ,,Stækkaðu framtíðina" en verkefnið tengir fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun. Þannig víkkar sjóndeildarhringur nemenda og öll ungmenni á Íslandi fá tækifæri til að eiga fyrirmynd. Við höldum því áfram með starfakynningar næsta skólaár en verkefnið verður bundin valgrein hjá öllum nemendum í 8.-10. bekk. Nánar um verkefnið hér. Í byrjun maí munu liggja fyrir upplýsingar um hvaða valgreinar verða í boði á næsta skólaári og nemendur fá að velja, nánar um það síðar. Í gær var íþróttadagur yngsta stigs hjá okkur sem gekk vonum framar. Það var ekki annað að sjá en að nemendur hafi haft gaman af. Myndir frá deginum hér. Á þriðjudaginn í næstu viku fara unglingarnir á valgreinadag inn á Blönduós en æsta vika verður svo stutt í annan endan hjá okkur þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudag og skipulagsdagur á föstudag sem starfsfólk hefur unnið af sér. Það fá því allir langt helgarfrí þá helgina. Að lokum minnum við ykkur á að vera endilega í sambandi við okkur ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur um skólastarfið og eins eru öll velkomin í kaffi til okkar, það er alltaf gaman að fá gesti. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Þrautavinna í 4. og 5. bekk

Nemendur í 4. og 5. bekk leystu þrautir um rétt mál í íslenskutíma. Með því þjálfast þau í að leiðrétta algengar málvillur og greina rétt frá röngu. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru skólavinir. Vikan í Höfðaskóla gekk vel þó veðrið minni frekar á desember jólasnjó heldur en miðjan apríl. Skólanum barst höfðingleg gjöf frá foreldrafélaginu í vikunni. Tvær nýja tifsagir í smíðastofuna. Frétt um það hér Nemendur unglingastigs hafa unnið hörðum höndum að því að klára þau textílverkefni sem byrjað var á í síðustu viku. Öllum nemendum 10.bekkjar var boðið í heimsókn í Menntaskólann í Borgarnesi sl. fimmtudag til að kynna sér skólann og námsframboð og fylgdi Elva Þórisdóttir hópnum þangað. Á fimmtudaginn í næstu viku verður íþróttadagur fyrir nemendur yngsta stigs frá kl. 13:00-15:00 og er skyldumæting fyrir alla nemendur í 1.-4.bekk. Ármann Óli sjúkraflutningamaður kemur með starfakynningu á unglingastig í næstu viku og kynnir fyrir nemendum fjölbreytt starf sitt. Það styttist í útgáfu skólablaðsins og verða blöðin borin í hús á Skagaströnd og í Skagabyggð. Þrátt fyrir að styttist í vorið okkar þá er kári kaldur og munum að klæða okkur vel. Vonum að þið njótið helgarinnar Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélagið gaf skólanum tvær nýjar tifsagir sem munu koma sér mjög vel líkt og styrkurinn til bókakaupa í haust gerði. Takk kærlega fyrir okkur kæra foreldrafélag :)
Lesa meira

Fyrsta föstudagskveðjan í apríl

Þessi vika var stutt í annan endan eftir gott páskafrí en það var ljúft að mæta aftur og hitta alla nemendur. Í þessari viku hafa nemendur í 8.-10. bekk verið í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan hefur verið á textíl. Nemendur hafa staðið sig mjög vel en þau hafa lært listasögu, farið í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og tekið snið og saumað sér náttbuxur. Vel gert hjá þeim. Skólahópur leikskólans kom í heimsókn í vikunni en þær heimsóknir eru alltaf skemmtilegar og gaman þegar meira líf kemur í húsið :) Fimmtudaginn 18. apríl stendur til að halda íþróttadag yngsta stig í Höfðaskóla frá kl. 13:00-15:00 en skyldumæting er fyrir nemendur í 1.-4. bekk þar sem þetta er tvöfaldur dagur hjá þeim. Við minnum á þetta þegar nær dregur. Grauturinn okkar góði sem Haddý töfrar fram er svo í boði á hverjum morgni og þá eru ávaxtastundir á mánu-, miðviku- og föstudögum. Nemendur í 9. og 10. bekk fara í sameiginlega útskriftarferð til Kaupmannahafnar 21.-25. maí undir dyggri fararstjórn Elvu og Giggu. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Heimsókn í Textílmiðstöðina í Húnabyggð

Í þessari viku eru nemendur í 8.-10. bekk í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan er á textíl. Hluti af því er að fara í heimsókn í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og hafa nemendur farið þangað í nokkrum hópum í vikunni. Myndir frá því hér.
Lesa meira

Kleinur

Nemendur í bakstursvali steiktu kleinur í gær og fengu til sín gestakennara. Valdemar Ásgeirsson bakari kom og kenndi þeim réttu handtökin við kleinugerðina. Stóðu þau sig frábærlega og voru alveg komin með réttu taktana við þetta. Hvað væri rétt þykkt á deginu, hve stórar ættu kleinurnar að vera og við hvaða hita skyldi steikja. Færum við Valdemari bestu þakkir fyrir góðan og kennsluríkan dag.
Lesa meira

Páskakveðja

Þá er komið að páskafríi og apríl handan við hornið. Veðrið hefur aðeins minnt á sig síðustu daga og því höfum við borðað hádegismatinn hér í skólanum í stað þess að fara upp í Fellsborg, en það hefur gengið vel. Upplestrarhátíðin okkar var haldin á mánudaginn og gekk mjög vel. Nánar um hana hér. Á þriðjudaginn fóru nemendur 5. bekkjar á heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Myndir frá því hér. Þá heldu nemendur í 4. og 5. bekk áhugasviðskynningar. Myndir frá því hér. Í gær steiktu nemendur í 9. og 10. bekk tæp 70 kg af kleinum sem þau voru búin að selja. Kleinurnar voru afbragðsgóðar og vonum við að allir sem styrktu krakkana hafi notið þess að fá nýbakaðar kleinur upp að dyrum. Í dag spiluðum við páskabingó, spilaðar voru fimm umferðir og voru vinningshafarnir himinsælir með páskaeggin sín. Myndir frá því hér. Kennsla hefst aftur samkv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Við vonum að þið njótið páskanna og borðið nóg af súkkulaði. Með páskakveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Upplestrarhátíð

Í dag var upplestrarhátíð Höfðaskóla haldin í Hólaneskirkju. Nemendur í 5.-7. bekk lásu upp sögubrot úr bókinni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur eða ljóð ýmist eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson eða Braga Valdimar Skúlason og stóðu sig öll með stakri prýði. Þó að framsagnarkeppnin sé ekki lengur haldin skiptir upplestur og framkoma miklu máli í námi nemenda og er hátíðin góð æfing í að æfa sig í þeim þáttum. Myndir hér.
Lesa meira

FRÁBÆRRI skíðaferð lokið :)

Ungmennafélagið Fram stóð fyrir skíðaferð í Tindastól í góðri samvinnu við skólann. Ferðin var farin í dag og gekk allt eins og best verður á kosið. Nemendur voru alsæl með ferðina og vonumst við til að þessari hefð sé hér með komið á :) Nemendur stóðu sig með stakri prýði, margir voru að fara í fyrsta sinn á skíði á meðan önnur eru þræl vön. Allir hjálpuðust að og höfðu gaman af. Frábærir krakkar öll sem eitt. Takk kæru foreldrar sem fóruð með okkur í dag og takk Umf. Fram :) Myndir hér
Lesa meira