Farsæld barna

Tengiliður farsældar í Höfðaskóla er Berglind Hlín Baldursdóttir en hún er einnig deildarstjóri stoðþjónustu. Hægt er að hafa beint samband við hana með því að senda henni tölvupóst á berglindhlin@hofdaskoli.is.

Hlutverk tengiliða er á fyrsta stigi þjónustu. Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.

Farsæld barna

Tengiliður farsældar er:
- starfsmaður í nærþjónustu / grunnþjónustu barns og fjölskyldu þess.
- sá aðili sem styður við samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
- sá sem veitir fjölskyldunni upplýsingar um þjónustu, tryggir aðgang að frummati, styður við samþættingu þjónustu allra þjónustuveitenda og fylgir málum eftir á 2. og 3. stig ef þörf er á.

Hlutverk tengiliðar farsældar er:
- að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
- að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
- að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
- að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
- að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
- að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
- að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

Tengiliður farsældar þarf að:
- hafa þekkingu og yfirsýn yfir þá þjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu/þjónustusvæðinu
- vera í góðum tengslum við þau börn og foreldra sem hann þjónustar
- eiga í góðum samskiptum við aðra þjónustuveitendur á svæðinu

Tengiliður farsældar getur leitað eftir ráðgjöf, stuðningi og handleiðslu til:
- yfirmanna þess málaflokks sem viðkomandi tengiliður starfar fyrir.
- þeirra sem annast innleiðingu samþættingar í sveitarfélaginu (t.d. farsældarteymi) eða svæðisbundins farsældarráðs.
- Farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu bofs.is

Eins og sjá má er hlutverk tengiliðar farsældar yfirgripsmikið en aðalatriðið er að öllum börnum gangi vel, líði vel og njóti farsældar í skólanum og í samfélaginu sem þau búa í. Öll eru þið hvött til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna og eins ef þið hafið einhverjar áhyggjur að börnunum ykkar. Einnig mega börnin sjálf leita til tengiliðar og óska eftir aðstoð eða stuðningi.