Skólahjúkrun

Skólahjúkrunarfræðingur er Sigríður Stefánsdóttir
Netfang:sigga@hsb.is
Sími: 455 4100

Skólahjúkrunarfræðingur hefur aðsetur í skólanum á föstudögum frá kl. 9:00 – 12:00.
 

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

  • Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta.
  • Skólahjúkrunarfræðingur kemur inn í lífsleikni og/eða almenna kennslu til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði og líferni.
  • Skólahjúkrunarfræðingur vinnur í samvinnu við foreldra / forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda og situr í nemendavernarráði.

Nemendur geta komið á viðverutíma skólahjúkrunarfræðins og rætt þau mál sem þeim liggur á hjarta og eins geta foreldrar leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Heilsufarseftirlit:

  • 1. bekkur - 6 ára - hæð, þyngd, sjón og heyrn.
  • 2. bekkur - 7 ára - hæð, þyngd, sjón og litskynjunarpróf.
  • 4. bekkur - 9 ára - hæð, þyngd og sjón.
  • 7. bekkur - 12 ára - hæð, þyngd, sjón og litaskyn. Bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. 
  • 9. bekkur - 14 ára - hæð, þyngd sjón og heyrn. Bólusett gegn mænusótt, stífkrampa, kíghósta og barnaveiki (ein sprauta). 

Nemendur 1., 7. og 10. bekkjar fá einnig flúorskolun hálfsmánaðarlega. Hafi foreldrar athugasemdir við það eða bólusetningarnar skal skila þeim skriflega til skólahjúkrunarfræðings.