Mötuneytið og matseðlar

  Mötuneyti skólans er í félagsheimilinu Fellsborg
  • Nemendur skólans eiga kost á að kaupa heita máltíð í hádeginu, mánudaga til föstudaga.
  • Mötuneytið er í félagsheimilinu Fellsborg og sjá matráður og aðstoðarmatráður á vegum sveitarfélagsins um matseldina. 
  • Máltíðin kostar fyrirfram skráða nemendur  523 kr. 
  • Stök máltíð kostar nemendur 730 kr.
  • Sveitarfélagið Skagaströnd sér um að innheimta greiðslur fyrir máltíðirnar, mánaðarlega.
  • Skrá þarf nemendur í eða úr mat fyrir 20. hvers mánaðar ef óskað er breytinga annars er litið svo á að nemandi ætli að hafa sama fyrirkomulag og undangenginn mánuð.
  • Nemendur eiga kost á að kaupa stakar máltíðir en þær eru ekki niðurgreiddar af sveitarfélaginu.
  • Upplýsingar um matseðil mánaðarins er að finna á forsíðu.

Skráning í mat fer fram hér