Frístundaver Höfðaskóla er opin öllum nemendum í 1.– 4. bekk skólans.
Opnunartími til 16:00 alla virka daga.
Frístund er staðsett í skólabyggingunni. Starfsfólk fer með börnin í hádegismat, sinnir gæslu þar og fylgja þeim svo aftur til baka í frístundahúsnæðið. Séð er til þess að börn sem eiga að sækja íþróttir, sem eru á vegum Fram, geri það, og að þau börn sem stunda tónlistarnám á tíma frístundar geri það samviskusamlega.
Starfsemi frístundar miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali.
Á viðtalsdögum sem verða 20.sept og 16.janúar verður frístund með hefðbundnu sniði þó ekki sé kennsla fram að opnun frístundar.
Starfsfólk frístundar skólaárið 2023-2024 eru Erna Ósk og Daniela Esmeralda
Hér er hægt að skrá nemendur í frístund
Sveitarfélagið Skagaströnd sér um að innheimta greiðslur fyrir frístund, mánaðarlega.
Skrá þarf nemendur í eða úr frístund fyrir 20. hvers mánaðar ef óskað er breytinga annars er litið svo á að nemandi ætli að hafa sama fyrirkomulag og undangenginn mánuð.
Dvalargjald er samkv. gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagastrandar.
* 295kr. per/klst.
* 395kr. per/klst. stakir tímar umfram skráningu
* 220kr. miðdegishressing
* 25% systkinaafsláttur
Hér er hægt að skrá nemendur úr frístund