Frístundaver

Frístundaver Höfðaskóla er opin öllum nemendum í 1.– 4. bekk Höfðaskóla.

Opnunartími til 16:00 alla virka daga.

Frístund er staðsett í Höfðaskóla. Aðallega fyrir framan kennslustofuna sem kallast Hreiðrið og svo í kjallara skólans. Starfsfólk fer með börnin í hádegismat, sinnir gæslu þar (ásamt skólaliðum) og fylgja þeim svo aftur til baka í skólahúsnæðið. Séð er til þess að börn sem eiga að sækja íþróttir, sem eru á vegum Fram, geri það, og að þau börn sem stunda tónlistarnám á tíma Frístundar geri það samviskusamlega. Þegar börnin fara heim eða eru sótt nota þau inngang/útgang skólans.

Starfsemi frístundar miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali. 

Á starfsdögum skólans og þá daga sem kennsla fellur niður vegna nemenda– og foreldraviðtala er frístund opin eins og venjulega. 

Starfsfólk frístundar eru  Helena Rán, Lilja Dögg og Rakel Sif 

Reglur frístundar er hægt að nálgast hér.