Frístundaver

Frístundaver Höfðaskóla er opin öllum nemendum í 1.– 4. bekk skólans.

Opnunartími til 16:00 alla virka daga.

Frístund er staðsett á Bogabraut 7, efri hæð. Starfsfólk fer með börnin í hádegismat, sinnir gæslu þar og fylgja þeim svo aftur til baka í frístundahúsnæðið. Séð er til þess að börn sem eiga að sækja íþróttir, sem eru á vegum Fram, geri það, og að þau börn sem stunda tónlistarnám á tíma Frístundar geri það samviskusamlega. 

Starfsemi frístundar miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali. 

Á starfsdögum skólans og þá daga sem kennsla fellur niður vegna nemenda– og foreldraviðtala er frístund opin eins og venjulega. 

Starfsfólk frístundar skólaárið 2020-2021 eru  Erna Ósk Guðnadóttir og Ilóna Sif Ásgeirsdóttir.

Reglur frístundar er hægt að nálgast hér.