Nefndir og ráð

Foreldrafélag Höfðaskóla

Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi, að styðja menningarlíf innan skólans s.s tónlist, danslist, bókmenntir og fl. Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2019-2020 skipa: Ástrós Elísdóttir, Sigrún Líndal, Fjóla Dögg Björnsdóttir, Þórunn Elva Ævarsdóttir og Baldur Magnússon.

Allir foreldrar barna í Höfðaskóla eru félagar í foreldrafélaginu.  Stjórn  félagsins vonast til að eiga gott samstarf við áhugasama foreldra og starfsmenn skólans á komandi vetri.

Fræðslunefnd

 • Péturína L. Jakobsdóttir 
 • Baldur Magnússon 
 • Hafdís Ásgeirsdóttir 
 • Guðmundur Erlendsson 
 • Vigdís Ósk Ómarsdóttir
 • Elín Anna Rafnsdóttir

Skólaráð

Lög um grunnskóla nr. 91/2008
8. gr. Skólaráð.
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.

Í skólaráði veturinn 2019-2020 sitja

 • Fulltrúar kennara: 
  Inga Jóna Sveinsdóttir og Finnbogi Guðmundsson. 
 • Fulltrúi annarra starfsmanna: 
  Helena Rán Þorsteinsdóttir Kruger, stuðningsfulltrúi.
 • Fulltrúar foreldra: 
  Jón Ólafur Sigurjónsson og Aðalheiður Sif Árnadóttir.
 • Fulltrúar nemenda:
  Sindri Freyr Björnsson 
 • Fulltrúi nærsamfélags: 
  Bryndís Valbjarnardóttir 
 • Skólastjórnendur: 
  Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Guðrún Elsa Helgadóttir