Nemendaverndarráð

Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Allar ákvarðanir um tilvísanir til sérfræðinga utan skólans fara í gegnum ráðið. Kennarar, foreldrar og nemendur geta leitað til nemendaverndarráðs með sín mál. Ráðið fundar að jafnaði hálfsmánaðarlega. Fundað er á þriðjudögum frá kl. 14:00 - 15:00. 

Fræðslustjóri hefur síðan viðveru í skólanum eftir fund til kl. 16:00.

Í nemendaverndarráði skólaárið 2023-2024 sitja:

  • Sara Diljá Hjálmarsdóttir  - skólastjóri
  • Guðrún Elsa Helgadóttir - aðstoðarskólastjóri
  • Berglind Hlín Baldursdóttir - verkefnastjóri sérkennslu
  • Sara Lind Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
  • Þórdís Hauksdóttir - fræðslustjóri
  • Sigríður Stefánsdóttir - skólahjúkrunarfræðingur