Grænfáni

Höfðaskóli er að hefjast handa við vinnu með það að markmiði að verða skóli á grænni grein. 

Fyrsta skref í þessari vinnu var að stofna umhverfisnefnd skólans en í henni sitja:
 
Fyrir hönd stjórnenda:
Sara Diljá Hjálmarsdóttir
Guðrún Elsa Helgadóttir

Fyrir hönd ræstingafólks:
Kristinn Rúnar Kristinsson 
 
Fyrir hönd kennara og starfsmanna:
Dagný Rósa Úlfarsdóttir
Inga Jóna Sveinsdóttir
 
Fyrir hönd foreldra:
Berglind Rós Helgadóttir

Fyrir hönd nemenda:
Sólrún Ylfa Backman
Harpa Védís Hjartardóttir
Kristján Sölvi Guðnason
Lárey Mara Velemir Sigurðardóttir
Súsanna Valtýsdóttir
Elísa Bríet Björnsdóttir
Matthías Jökull Helgason


Umhverfisnefnd starfar við skólann og skipuleggur og stýrir verkefninu. Í nefndinni sitja fulltrúar nemenda, kennara, ræstingafólks, umsjónarfólks, foreldra og stjórnenda skólans. Nefndin á að starfa samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur hafa þar mikið vægi. Mikilvægt er að nefndin haldi reglulega fundi, en gott er að miða við að a.m.k. þrír fundir séu haldnir á hvorri önn. Á fundum eru fundargerðir skráðar og séð til þess að nemendum sé leiðbeint um hlutverk sitt sem fulltrúar samnemenda sinna við umhverfisstjórnun. Þannig gegnir umhverfisnefndin mikilvægu hlutverki í kennslu í lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni. Umhverfisnefnd sér um að velja þema í samráði við aðra nemendur og starfsmenn.