Foreldrar

Foreldrafélag Höfðaskóla
Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Að styðja menningarlíf innan skólans s.s tónlist, danslist, bókmenntir og fl. Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2019-2020 skipa: Ástrós Elísdóttir, Sigrún Líndal, Fjóla Dögg Björnsdóttir, Þórunn Elva Ævarsdóttir og Baldur Magnússon. Foreldrafélagið hefur ekki fundað og skipt um aðila í stjórn skólaárið 2020-2021. 

Allir foreldrar barna í Höfðaskóla eru félagar í foreldrafélaginu.  Stjórn  félagsins vonast til að eiga gott samstarf við áhugasama foreldra og starfsmenn skólans á komandi vetri.

Vikuleg fréttabréf

Umsjónarkennurum er ætlað að senda fréttabréf vikulega heim til nemenda. Í fréttabréfunum eiga að vera fréttir frá líðandi viku og áætlanir og viðburðir komandi viku.  Fréttabréfið fer heim í email eða á facebook síðum bekkja.