Foreldrafélag Höfðaskóla
Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Að styðja menningarlíf innan skólans s.s tónlist, danslist, bókmenntir og fl.
Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2020-2021 skipa: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, Elín Ósk Ómarsdóttir, Guðni Már Lýðsson, Inga Rós Sævarsdóttir og Berglind Rós Helgadóttir.
Þorgerður Þóra Hlynsdóttir er formaður félagsins.
Allir foreldrar barna í Höfðaskóla eru félagar í foreldrafélaginu. Stjórn félagsins vonast til að eiga gott samstarf við áhugasama foreldra og starfsmenn skólans á komandi vetri.
Hægt er að hafa samband við foreldrafélagið með því að senda tölvupóst á netfangið foreldrafelag@hofdaskoli.is
Umsjónarkennurum er ætlað að senda fréttabréf vikulega heim til nemenda. Í fréttabréfunum eiga að vera fréttir frá líðandi viku og áætlanir og viðburðir komandi viku. Fréttabréfið fer heim í email eða á facebook síðum bekkja.