Lög og reglur

REGLUGERÐ um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.
I. KAFLI Almenn ákvæði. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi tekur til ábyrgðar nemenda með hliðsjón af aldri þeirra, þroska og aðstæðum. Þá tekur hún til réttinda og skyldna aðila skólasamfélagsins í allri starfsemi á vegum skóla, skólabrags, samskipta í skóla, skólareglna og málsmeðferðar vegna brota á þeim. Reglugerð þessi tekur einnig til nemenda í grunnskólum sem fengið hafa viðurkenningu ráðherra skv. 43. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla. Foreldrar samkvæmt reglugerð þessari teljast þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga.