Nám og kennsla

Höfðaskóli er grunnskóli fyrir 1. - 10. bekk og er staðsettur á Skagaströnd við Húnaflóa. Nemendur skólans koma frá Skagaströnd og úr Skagabyggð. Á skólaárinu 2023 - 2024 eru nemendur skólans 65 talsins.

1. bekkur
2.-3.bekkkur, samkennsla
4.-5.bekkur, samkennsla
6.-7.bekkur, teymiskennsla
8.-10.bekkur, teymiskennsla

Stundatöflur bekkja og upplýsingar um umsjónarkennara er hægt að nálgast hér.

Skólaárinu er skipt í tvær annir. Í byrjun haustannar og aftur í byrjun vorannar eru foreldra- nemendaviðtöl. Nemendadagar eru að þessu sinni 175 dagar. 

Lengd skóladags er breytileg eftir aldri nemenda. Skóladagurinn hefst klukkan 8:20

Nemendum skólans stenst til boða hafragrautur, sér að kostnaðarlausu, alla morgna frá kl. 7:50-8:20

Nemendur skólans snæða hádegismat í félagsheimilinu Fellsborg.

Þegar kennslu samkvæmt stundartöflu er lokið geta nemendur yngsta stigs farið í frístund og verið þar til kl. 16:00. Starfsfólk frístundar sendir nemendur bæði í tónlistarskóla og íþróttir eftir því sem við á. Meiri upplýsingar um frístund er hægt að nálgast hér.