Nám og kennsla

Höfðaskóli er grunnskóli fyrir 1. - 10. bekk og er staðsettur á Skagaströnd við Húnaflóa. Nemendur skólans koma frá Skagaströnd og úr Skagabyggð. Á skólaárinu 2019 - 2020 eru nemendur skólans 90 talsins.

1. -2. bekk samkennsla
3.bekk er kennt sér
4. bekk er kennt sér
5. - 7. bekkur, blönduð kennsla
8.-10. bekk, er blönduð kennsla

Skólaárinu er skipt í tvær annir. Í lok annar eru foreldraviðtöl og er þar farið yfir námsframvindu. Nemendadagar eru að þessu sinni 180 dagar.

Lengd skóladags er breytileg eftir aldri nemenda. Skóladagurinn hefst klukkan 8:20

  • Yngstu nemendurnir, þeir sem eru í 1.-4. bekk eru búnir kl. 12:40 mán-fim, búnir kl. 12:30 á föstudögum. Eftir það eiga þeir kost á að borða í mötuneytinu og dvelja í Frístund fram til kl. 16:00. 
  • Miðstigið, nemendur í 5.-7. bekk, er í skóla til 12:30 á föstudögum, til 13:50 tvo daga og til 14:30 tvo daga. 
  • Unglingastigið, nemendur í 8.-10. bekk, eru mislengi í skólanum, allir nemendur eru til 11:50 en fer það svo eftir vali nemenda hversu lengi þeir eru frammá daginn. Hver nemandi hefur því sér stundatöflu.