Félagsmiðstöðin Undirheimar

Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla. Félagsmiðstöðin stendur fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum á skólaárinu. Undirheimar eru opnir á mánudags- og miðvikudagskvöldum, kl 19:30 - 21:30 yfir vetrartímann, nema annað sé auglýst.

Umsjónarmaður með félagsmiðstöðinni veturinn 2023-2024 er Þorgerður Þóra Hlynsdóttir

Þetta skólaárið mun verða sameiginleg stjórn nemendafélagsins og félagsmiðstöðvarinnar. Í stjórn skólaárið 2023-2024 sitja: 

  • Úr 8. bekk, Patrik Máni Róbertsson og Ylfa Fanndís Hrannarsdóttir.
  • Úr 9. bekk, Alexander Áki Hall Sigurðsson og Anton Logi Reynisson. 
  • Úr 10. bekk, Logi Hrannar Jóhannsson og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir.