Skipurit og starfslýsingar

Skipurit

Starfslýsingar

Skólastjórnendur

Skólastjóri ber endanlega ábyrgð á skólastarfinu og hefur hann einn aðstoðarskólastjóra með sér við skólastjórnunina.

Yfir skólanum er einn skólastjóri sem hefur aðstöðu í skólahúsnæðinu. Skólastjóri er faglegur leiðtogi í skólanum og hefur yfirumsjón með starfsmannamálum. Hann ber ábyrgð á rekstarlegum þáttum skólans og samskiptum við opinbera aðila.

Skólinn er þjónustustofnun við nemendur, forráðamenn og samfélagið sem hann starfar í. Góður árangur næst ekki nema allir vinni saman. Skólastjórnendur vilja leggja sitt að mörkum til skapa skýra sýn á skólastarfið og ná fram öflugum og árangursríkum skóla. 

Skólastjóri:

 1. Daglegt skólastarf

  1. Yfirumsjón með forföllum starfsmanna

  2. Ber ábyrgð á húsnæði og skólalóð

  3. Erfið agamál

  4. Eineltismál

  5. Annar daglegur rekstur

 2. Samskipti við

  1. Fræðsluskrifstofu

  2. Fræðslunefnd

  3. Skólaráð

  4. Nemendaverndarráð

  5. Starfsfólk

  6. Skólahjúkrunarfræðing

  7. Foreldra

  8. Nemendur

  9. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  10. Menntamálastofnun

  11. Leikskóla. 

  12. Atvinnulífið ef þörf er á fyrir nemendur með sérþarfir

 3. Skipulag og áætlanagerð:

  1. Stundaskrágerð

  2. Starfsmannafundur

  3. Teymisfundir

  4. Starfsáætlun

  5. Funda og samráðsplan

  6. Skóladagatal

  7. Skóla og bekkjarnámskrár

 4. Fagleg forysta

  1. Stuðlar að því að skólinn sé í forystu meðal skóla á landinu í faglegu starfi

  2. Stuðlar að faglegu umhverfi og aðgengi að faglegu efni

  3. Sér til þess að stefna skólans sé skýr og sýnileg og er í forystu með að fylgja henni eftir

  4. Sér til þess að skólanámskrá sé yfirfarin reglulega

  5. Styður við þróunar- og umbótaáætlanir og ræður fólk til að vinna í teymum og framkvæmdahópum

  6. Situr í teymum eftir því sem við á

  7. Sér um að skipuleggja námskeið sem styðja við þróunar- og umbótaáætlanir skólans

  8. Leiðbeinir við gerð námsáætlana hjá kennurum

  9. Sér til þess að upplýsingaflæði í skólanum sé virkt

  10. Vinnur með starfsmönnum að eflingu á innra starfi grunnskólans. 

 5. Starfsmannahald

  1. Tryggir eftir því sem unnt er góð starfsskilyrði fyrir starfsfólk

  2. Sér til þess að starfsmannastefna sé virk og unnin í samráði við starfsfólk

  3. Sér til þess að starfsmannalykill sé reglulega uppfærður í samræmi við skólastarfið hverju sinni

  4. Sér um ráðningar starfsfólks í samráði við aðra stjórnendur

  5. Vinnur að námskeiðahaldi fyrir starfsmenn

  6. Sér um og undirbúa starfsmannaviðtöl samkvæmt skipuriti

  7. Yfirfer starfslýsingar með öðrum stjórnendum

  8. Er yfirmaður teymisstjóra.

 6. Annað

  1. Umsjón með innkaupum í skólann

  2. Styður við félagsstarf nemenda eftir því sem við á

  3. Er tengiliður við foreldrafélag

  4. Sér um að sækja um frávik og undanþágur fyrir nemendur með greiningar og sérþarfir vegna samræmdra könnunarprófa til Menntamálastofnunar fyrir nemendur í 4., 7. og 9. bekk ásamt sérkennurum og umsjónarkennurum

Aðstoðarskólastjóri

 1. Daglegt skólastarf

  1. Umsjón með skólaakstri

  2. Erfið agamál

  3. Eineltismál

  4. Annar daglegur rekstur

 1. Samskipti við

  1. Fræðsluskrifstofu

  2. Nemendaverndarráð

  3. Starfsfólk

  4. Foreldra

  5. Nemendur

  6. Menntamálastofnun

 2. Skipulag og áætlanagerð:

  1. Stundaskrágerð

  2. Starfsmannafundur

  3. Teymisfundir

  4. Funda og samráðsplan

 3. Fagleg forysta

  1. Stuðlar að því að skólinn sé í forystu meðal skóla á landinu í faglegu starfi

  2. Stuðlar að faglegu umhverfi og aðgengi að faglegu efni

  3. Sér til þess að stefna skólans sé skýr og sýnileg og er í forystu með að fylgja henni eftir

  4. Sér til þess að skólanámskrá sé yfirfarin reglulega

  5. Styður við þróunar- og umbótaáætlanir og ræður fólk til að vinna í teymum og framkvæmdahópum

  6. Situr í teymum eftir því sem við á

  7. Sér um að skipuleggja námskeið sem styðja við þróunar- og umbótaáætlanir skólans

  8. Leiðbeinir við gerð námsáætlana hjá kennurum

  9. Sér til þess að upplýsingaflæði í skólanum sé virkt

  10. Sér um heimasíðu skólans

  11. Vinnur með starfsmönnum að eflingu á innra starfi grunnskólans. 

 4. Annað

  1. Yfirumsjón með bókapöntunum fyrir skólann

  2. Er umsjónarmaður tölvumála í skólanum

Húsvörður 

 1. Húsvörður Höfðaskóla er starfsmaður Sveitarfélagsins Skagastrandar og tekur laun samkvæmt ráðningarsamningi við sveitarfélagið. Hann lýtur daglegri verkstjórn skólastjóra.

 2. Húsverði er skylt að gæta algjörrar þagmælsku skv. ákvæðum um þagnarskyldu starfsmanna sveitarfélagsins, þar með skólans.

 3. Meðal verkefna húsvarðar er að:

  1. fylgjast með ástandi húss, lóðar og búnaðar skólans og annast allt minni háttar viðhald á því. Ef viðgerðir eru svo viðamiklar að húsvörður fær ekki úr bætt skal hann, í samráði við skólastjóra og/eða sveitarstjóra, sjá til þess að fengnir séu viðgerðarmenn í verkið.

  2. hafa verkstjórn á ræstingu skólans og sjá til þess að hún fari fram samkvæmt verklýsingu,  ásamt því að taka þátt í ræstingu skólahúsnæðisins. Hann annast öll innkaup á vörum til ræstinganna.

  3. sjá um að greiðfært sé að dyrum skólans og að skólalóð sé snyrtileg.

  4. sjá til þess að í kennslustofum og á kennarastofu sé allt á þann veg að starfsemi getið gengið, svo sem til er ætlast hverju sinni.

  5. hafa eftirlit með nemendum og sinna frímínútnagæslu.

  6. annast flutning á húsgögnum og tækjum milli notkunarstaða eftir þörfum.

  7. sjá um símavörslu.

  8. fara í pósthús og annast innkaupaferðir í Kjörbúðina eftir nánari ákvörðun skólastjóra.

  9. vera ávallt til staðar á samkomum sem haldnar eru á vegum skólans.

 4. Húsvörður skal annast þau störf önnur en hér að ofan eru talin sem skólastjóri/sveitarstjóri fela honum hverju sinni.

 5. Fastur viðverutími húsvarðar er sá tími sem tiltekinn er í ráðningarsamningi við hann. Leyfi nemenda einstaka kennsludaga teljast ekki frídagar húsvarðar, þ.e. vinnutími húsvarðar fer eftir kjarasamningi stéttarfélags hans.

 6. Önnur notkun á húsnæði skólans, s.s. gisting í svefnpokaplássi vegna skólaferðalaga eða íþróttaferða, er í umsjón húsvarðar.

Kennarar

 1. Kennari, sem ráðinn er til starfa í grunnskóla, skal gegna því samkvæmt lögum, reglugerðum, aðalnámskrá grunnskóla, erindisbréfi og kjarasamningum.Kennari skal ráðinn til starfa af hlutaðeigandi skólayfirvöldum í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélags. Ráðning skal einnig vera í samræmi við lög nr. 66/1995 um grunnskóla, lög nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla og lög nr. 48/1986 um lögverndun starfsheita og starfsréttinda grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.

 2. Á kennara hvílir sú skylda að miðla þekkingu til nemenda og veita hverjum nemanda tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði nemenda og frjóa hugsun. Kennara ber að sjá til þess að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi, aðstoða hvern og einn í náminu, hvetja til sjálfstæðra vinnubragða, hjálpa hverjum og einum að meta stöðu sína í náminu og stuðla að því að hver nemandi tileinki sér heilbrigðar lífsvenjur.Kennari skal leitast við að vera nemendum sínum til fyrirmyndar um háttvísi, stundvísi og reglusemi og gæta trúnaðar við nemendur og virða þann trúnað sem þeir sýna honum. Kennari gæti þagmælsku um þau einkamál er hann fær vitneskju um í starfi og þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

 3. Kennara ber að annast kennslu og nauðsynlegan undirbúning samkvæmt stundaskrá og sinna öðrum störfum við grunnskólann sem honum eru falin af skólastjóra enda samræmast þau starfssviði hans.

 4. Í starfi kennara felst meðal annars:

  1. Að annast kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans.

  2. Að skipuleggja kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni.

  3. Að fylgjast með ástundun, framkomu og líðan nemenda og gera skólastjóra og forráðamönnum nemenda viðvart ef hann telur þörf á.

  4. Að fylgjast með aðbúnaði til náms og kennslu og gera skólastjóra viðvart ef umbóta er þörf.

  5. Að færa dagbækur reglulega, nemendaskrár, einkunnabækur og aðrar nauðsynlegar skýrslur.

  6. Að veita umsjónarkennurum og námsráðgjöfum upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.

  7. Að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann, skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda.

  8. Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.

  9. Að hafa jafnrétti nemenda í öllu skólastarfi að leiðarljósi.

 5. Kennara er heimilt að víkja nemanda úr kennslustund ef nemandinn veldur verulegri truflun á kennslu og lætur ekki skipast við áminningu. Komi til slíks skal kennari tilkynna skólastjóra það og leita eftir samvinnu við foreldra og sérfræðinga skólans um lausn á málinu.

 Umsjónarkennari 

Úr lögum um grunnskóla:

,,Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna, þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.“

Starfslýsing kennara gildir að sjálfsögðu um umsjónarkennara en auk þess felur umsjónarkennarastarfið í sér eftirfarandi verkefni:

Umsjónarkennari:

 1. hefur umsjón með sínum umsjónarbekk,

 2. fylgist með námi nemenda sinna, sér til þess að þeir fái námsáætlanir og grípur inn í þegar nemandi rækir nám sitt ekki sem skyldi.

 3. sækir um sérkennslu/sérfræðiaðstoð fyrir umsj.nemendur sína sem þess þurfa.

 4. er málsvari umsjónarbekkjar síns sem og einstakra nemenda sinna.

 5. hefur samband við forráðamenn eftir þörfum.

 6. fylgist með ástundun, framkomu og líðan nemenda og gerir forráðamönnum og stjórnendum viðvart ef misbrestur er á.

 7. færir inn í Mentor, s.s. einkunnir, dagbækur o.fl.

 8. setur með umsjónarhópi sínum bekkjarreglur sem fjalla um hegðun, samskipti og umgengni í skólanum og fylgir þeim eftir í skólastarfinu

 9. meðhöndlar sérhvert eineltismál eða grun um einelti.

 10. miðlar upplýsingum til sérgreinakennara og tekur við upplýsingum frá þeim t.d. um hegðun og nám

 11. annast tilkynningar af hálfu skólans til nemenda og heimila þeirra.

 12. vísar málefnum til nemendaverndarráðs þegar erfiðleikar og vandamál steðja að bekk eða einstökum nemendum.

 13. ber ábyrgð á að gerðar séu einstaklingsnámskrár fyrir þá nemendur sem þess þurfa.

 14. tekur á tilfinningalegum, félagslegum og hegðunarlegum vandamálum sem upp koma í skólastarfinu.

 15. veitir einstökum nemendum stuðning þegar vandamál og erfiðleikar steðja að þeim í skólanum og stuðlar eftir megni að lausn þeirra.

 16. aflar samþykkis foreldra fyrir allri séraðstoð við einstaka nemendur, s.s. sérkennslu og sérfræðiaðstoð.

 Sérkennari

 1. Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og faggreinakennara ákveðinna árganga.

 2. Kennir nemendum sem þurfa sérkennslu í bekk eða utan hans.

 3. Gerir einstaklingsnámskrár hjá sérkennslunemendum sem þess þurfa í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara.

 4. Endurskoðar einstaklingsnámskrár við annaskil í nánu samráði við umsjónarkennara og þá starfsmenn sem koma að vinnu með nemandanum

 5. Skipuleggur og aðstoðar við kennslu nemenda sem vikið hafa verulega frá í skimunum og prófum.

 6. Veitir stuðningsfulltrúa ráðgjöf varðandi námsgögn og vinnulag í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara/faggreinakennara.

 7. Finnur námsefni og námsgögn sem hann aðlagar að þörfum nemenda í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.

 8. Aðstoðar nemendur með agavandamál og veitir kennurum og öðrum starfsmönnum ráðgjöf eftir því sem við á.

 9. Gerir vorskýrslur og einstaklingsnámskrár í lok starfsárs fyrir alla nemendur sem fá sérstaka aðstoð og kennslu.

 10. Gerir einstaklingsnámskrár tilbúnar til undirritunar í skólasetningarviðtali ásamt umsjónarkennara og situr viðtölin þar sem farið er yfir námskrána.

 11. Hefur samstarf við foreldra í samráði við umsjónarkennara.

 12. Hefur samstarf við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara um námsmat og próftöku nemenda með sérþarfir.

 13. Sér um að nemendum með lestrar- og námsörðuleika séu búnar viðhlítandi aðstæður við próftöku t.d. munnleg próf, stækkað letur á prófverkefnum, lengri próftíma o.fl..

 14. Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir.

 15. Hefur umsjón með námsgögnum til sérkennslu og sérkennslustofu.

 16. Situr í nemendaverndarráði eftir því sem við á og situr starfsmannafundi, kennarafundi, stigsfundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.

 17. Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið.

 18. Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á.

 19. Tekur þátt í undirbúningi tilvísana í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara

Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfi hefur það verksvið að sinna nemendum sem eru með þroskafrávik, fötlun eða önnur sértæk vandamál. Hann sér um skipulagningu og undirbúning þjónustu sem þessir nemendur þarfnast. Starf þroskaþjálfa miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í athöfnum daglegs lífs. Starfið tekur mið af einstaklingsnámskrá og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Þroskaþjálfi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni.

 1. Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og aðra kennara.

 2. Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.

 3. Veitir stuðningsfulltrúa ráðgjöf varðandi námsgögn og vinnulag í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara/faggreinakennara.

 4. Hefur samstarf við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara um námsmat og próftöku nemenda sem hann hefur umsjón með.

 5. Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir.

 6. Situr kennarafundi, árgangafundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.

 7. Stýrir þjónustuteymum nemenda sem hann hefur umsjón með.

 8. Veitir samstarfsfólki ráðgjöf vegna þroskafrávika og fötlunar nemenda sinna.

 9. Veitir nemendum umönnun og aðstoð við persónulega þætti innan skólans ef við á.

 10. Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á.

 11. Hefur samráð við greiningarstofnanir.

 12. Tekur þátt í undirbúningi tilvísana í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara.

 13. Veitir stuðningsfulltrúum ráðgjöf eftir því sem við á.

Bókasafnsvörður

 1. Sér um safngæslu og daglega umsjón.

 2. Kynnir safnið.

 3. Sér um útlán bóka og annarra gagna.

 4. Leiðbeinir nemendum og kennurum á safni.

 5. Hefur samvinnu við kennara.

 6. Sér um frágang bóka.

 7. Sinnir nemendum sem fá að vera tímabundið á safninu í samráði við umsjónarkennara eða sérkennara.

Stuðningsfulltrúi

Stuðningsfulltrúi er kennurum til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa aðstoð

Helstu verkefni:

 1. Vinna eftir áætlun sem bekkjarkennari /sérkennari hefur útbúið

 2. Auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Aðstoða þá við að ná settum markmiðum samkvæmt aðal - og/eða einstaklingsnámskrá og aðlaga verkefni að getu nemenda undir leiðsögn kennara.

 3. Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.

 4. Aðstoða nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir.

 5. Fylgja nemendum á ferðum um skólann, í sund, í frímínútur og vettvangsferðir og aðstoða eftir þörfum.

 6. Sitja fag - og foreldrafundi eftir því sem við á.

 7. Fara út í frímínútnagæslu í samráði við skólastjórnendur.

 8. Önnur þau störf sem umsjónarkennari/skólastjóri felur þeim.

 9. Annað:

  1. Öll samskipti milli skóla og heimila og varða nemendur fara í gegnum umsjónarkennara og/eða skólastjórnendur. 

Skólaliði

Starfsmaður er ráðinn af skólastjóra og lýtur daglegri verkstjórn hans. Skólastjóri ber ábyrgð á störfum starfsmanns. Starfsmaður á í samskiptum við börn, foreldra, kennara, stjórnendur og er í tengslum við allar starfsstéttir skólans.  Starfsmaður er bundinn þagnarheiti um þau atriði er varða nemendur og starfsfólk skólans persónulega.
Starfsmaður sér um ræstingu eftir nánara skipulagi. Skólaliði:

 1. Mætir klukkan 8:00 og sinnir gangavörslu fram að kennslu.  

 2. Annast gæslu nemenda í frímínútum og biðtímum.  

 3. Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu hans.

 4. Annast eftirlit með að nemendur gangi frá útiskóm í skóhillur og aðstoðar eftir þörfum.

 5. Sér um allan þvott sem tilheyrir skólanum, t.d. úr eldhúsi, stofum og ræstingu.

 6. Veitir fyrstu hjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.

 7. Skólaliði leitar aðstoðar viðkomandi umsjónarkennara eða skólastjórnenda við störf sín ef hann telur ástæðu til. 

 8. Skólaliði sinnir daglegri ræstingu í skólanum, ræstingu og uppvaski á kaffistofu starfsmanna, ræstingu á starfsdögum og árlegri hreingerningu á skólanum á sumrin.

 9. Sinnir einnig þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið að ofangreindum atriðum.

Námsráðgjafi

Námsráðgjafi vinnur ásamt öðrum starfsmönnum skólans að ýmsum velferðarmálum er tengjast námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa. Helstu viðfangsefni námsráðgjafa eru að:

 1. Veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og veita þeim fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Námsráðgjafi sér m.a um starfskynningar í 10. bekk.

 2. Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.

 3. Vinna náið með fulltrúum stoðþjónustu við úrlausn einstakra mála.

 4. Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi, t.d. með því að bjóða upp á námskeið í námstækni.

 5. Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf