Skráning í frístund skólaárið 2025-2026

Hér fyrir neðan eru upplýsingar varðandi skipulag frístundar skólaárið 2025-2026 ásamt skráningarferli.

Starfsmenn frístundar taka á móti nemendum við lok kennslu eða þegar komið er úr hádegismat, eftir því sem við á og eru með þeim til kl. 16:00.

Hádegisverður er kl. 12:00-12:40 alla daga.
Síðdegishressing er frá kl. 14:30-15:00.

Starfsmenn frístundar eru: Daniela Esme, Ellen Lind og Hrafnkell Heiðarr. 

Dvalargjald er samkv. gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagastrandar.
* 325kr. per/klst.
* 430kr. per/klst. stakir tímar umfram skráningu
* 240kr. miðdegishressing
* 25% systkinaafsláttur

Vinsamlegast hakaðu við þá daga sem barnið verður í frístund.