Heimilisfræði

Við Höfðaskóla er það Finnbogi sem kennir heimilsfræði og eru þeir ansi margir og fjölbreyttir réttirnir sem hann kennir nemendunum að elda eða baka. Þetta er eitt af þeim fögum sem nemendurnir halda mest uppá og ávallt spennandi að mæta í kennslustund.  

Í Aðalnámskrá grunnskóla segir að markviss heimilisfræðikennsla stuðli að því að einstaklingurinn kynnist heilbrigðum lífsháttum og verði ábyrgur fyrir sjálfum sér og síðar öðrum. Kennslan undirbýr einnig einstaklinginn fyrir virkari þátttöku í samfélaginu svo og í fjölskyldu- og atvinnulífi. Margvísleg störf eru unnin innan veggja heimilisins sem krefjast kunnáttu og skilnings og er það nauðsynlegt að bæði kynin séu fær um að annast heimilið.

Fleiri myndir af hópnum hér