Skýrsla skólapúlsins vor 2020

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 36. gr. ber öllum grunnskólum að
framkvæma kerfisbundið sjálfsmat á starfsemi sinni.

Megintilgangur með sjálfsmati er að kanna hvort tekist hafi að ná markmiðum skólans, að greina veika og sterka
þætti skólastarfsins og bæta það sem bæta þarf en um leið styrkja jákvæða þætti.

Skólanum ber að koma til móts við þá sem standa að skólasamfélaginu og þannig
móta í sameiningu gott skólastarf. Sjálfsmat á stöðugt að vera í gangi og er
langtímamiðað og er það lykillinn að því að gera góðan skóla betri.

Skólar geta valið hvaða aðferðum þeir beita í sjálfsmatsvinnunni en sjálfsmatið sjálft
verður að byggja á fjölbreyttum greiningargögnum miðað við aðstæður og
viðfangsefni hverju sinni og hafa ber í huga að þeir sem koma helst að skólanum,
starfsfólk, foreldrar og nemendur taki þátt í sjálfsmatinu og komi þannig sínum
sjónarmiðum að.

Niðurstöður skýrslunnar er hægt að nálgst hér