Staða skólastjóra laus til umsóknar

UM STARFIÐ

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið
og gott starf hefur verið unnið í skólanum síðustu ár og þarf nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og
þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um
notkun þessara tækja í skólastarfi.

Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst n.k.

Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10.b. og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Kennarar og annað starfsfólk
skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Húsnæði skólans og allur aðbúnaður er góður. Stutt er í íþróttahús og
tónlistarskóla og er gott samstarf þar á milli.

Nánari upplýsingar um starf og starfslýsingu er hægt að nálgast á heimasíðu Skagastrandar