Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Höfðaskóla

Ábyrgð og stjórnun jafnréttis-og mannréttindamála
Í samræmi við ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, skuldbindur Höfðaskóli sig til að fara eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eins og hún birtist hverju sinni. Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki í byrjun skólaárs og vera sýnileg á heimasíðu skólans.

Skólastjóri ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt. Skólinn mun sömuleiðis, í samræmi við 22.gr. laga nr. 10/2008, gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum og munu nemendur fá fræðslu um þessi mál.

Starfsfólk skal þekkja einkenni kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis og kunna að bregðast við grun eða vissu um slíkt meðal nemenda skólans. Nemendum skal ætíð vera ljóst hver réttur þeirra er og hvert þeir geti leitað, komi slíkt upp.