Starfsáætlun

Starfsáætlun

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008 skal hver grunnskóli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun.
Skólastjóri er ábyrgur fyrir þeirri vinnu og skal hún unnin í samráði við kennara.

Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Umsagnaraðilar um starfsáætlun eru skólaráð og fræðslunefnd. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir starfstíma skólans, skóladagatali, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi og almennar, hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers árs.

Hér er hægt að nálgast starfsáætlun skólans