112 dagurinn

Í dag er 112 dagurinn en hann er haldinn ár­lega 11. febrúar (11.2). Mark­mið dagsins er að kynna neyðar­númerið 112 og starf­semi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikil­vægi þessarar starf­semi og hvernig hún nýtist al­menningi. 112 er sam­ræmt neyðar­númer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að að­eins þarf að kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð.  Höfðaskóli fékk að þessu tilefni heimsókn í morgun frá Rauða krossinum, Björgunarsveitinni Strönd, slökkviliði Skagastrandar og Lögreglu umdæmisins.  Ökutæki viðbragðsaðila vöktu mikla lukku og fengu nemendur að skoða tækin bæði að innan sem utan. 

Myndir