Ævintýri í útikennslu

Útikennslu stundirnar fara vel af stað á öllum stigum.

Yngsta stig hefur verið að fara út og spá í haustinu skoða laufin, grasið, leika á aparóló eða fara í fjöruna við Hrafná.

Miðstig er að byrja á sínu verkefni en við höfum fengið leyfi til að útbúa okkur smá svæði upp við Höfðann sem við ætlum að þróa í sameiningu.

Unglingastig eru einnig að útbúa svæði en þau hafa valið sér svæði við tjaldsvæði og höfum við fengið leyfi til að þróa það áfram. Unglingastig veltir nú fyrir sér hvar best sé að nálgast steypu til að steypa niður drumba. Í þessa drumba munu þau síðan fá kennslu við að vefa net þar sem þau ætla að útbúa leik og slökunar svæði.

Á næstu dögum unglingastig fara af stað í að sækja um styrki svo við getum sem best þróað þetta verkefni áfram. Þau eru líkleg til að fá lánuð verkfæri og jafnvel gæti verið að þau munu heyra í einhverjum í bæjarfélaginu til að aðstoða okkur.

Ef einhver býr yfir þekkingu eða lumar á drumbum, böndum eða einhverju sem gæti nýst í verkefnið má endilega heyra í okkur í skólanum.

Myndir hér