Spennandi verkefni í vali á unglingastigi. Nemendur vinna að því að bilanagreina taka í sundur og setja saman ýmis tæki, svo sem bílvél, þvottavél og brauðrist.
Þetta verkefni er hannað til að efla verkvit nemenda og dýpka skilning þeirra á virkni algengra tækja.
Hvað gerist þegar tæki bilar og hvernig er hægt að greina vandamálið?
Nemendurnir sjálfir hafa stjórn á framkvæmd þessa verkefnis - þeir taka myndir af ferlinu, merkja og skrásetja hluti og bera ábyrgð á eigin lærdómi. Þetta styrkir ekki aðeins verklega færni heldur einnig skipulagshæfni og ábyrgðarkennd. Einnig er þetta líka mjög skemmtilegt verkefni.
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |