Heimsókn í Sauðárkróksbakarí

Nemendur í bakstursvali fóru í heimsókn í Sauðárkróksbakarí fyrir helgi og fengu að skoða allt bakvinnslusvæðið ásamt því að fá góða fræðslu frá Snorra bakara. Heimsóknin var skemmtileg og að sjálfsögðu settumst við svo niður í lokinn og gæddum okkur á góðgæti úr bakaríinu. Hver veit nema að það leynist bakari í hópnum. 

Bestu þakkir fyrir okkur Snorri og allir hinir í Sauðárkróksbakaríi.