Bakstur sem valgrein

Nemendur í 10. bekk eru í valgreininni Bakstur og  gerðu þau vatnsdeigsbollur sem tókust svona líka glimrandi vel. Það var vel við hæfi að nemendurnir myndu baka bollur áður en haldið var í vetrarfrí sem náði fram yfir bollu-, og öskudag. 

Það sem þau hafa líka gert í tímunum er bananabrauð, kryddbrauð, döðlubrauð, pítubrauð og sjónvarpsköku. Skemmtilegir og líflegir tímar.

Látum fylgja með uppskrift

Vatnsdeigsbollur
125 gr smjörlíki
2 ½ dl vatn
125 gr hveiti
4 egg

Aðferð:
Smjörlíki og vatn soðið í potti. Hveitinu bætt út í og hrært. Kæla svo aðeins. Egg sett út í - bara eitt í einu og hrært vel á milli.
Sett á ofnplötu með matskeið - passa að hafa gott bil á milli bollanna. 

Bollurnar settar á bökunarpappír og bakað í miðjum ofni. Bakað við 200°c í u.þ.b. 20-25 mínútur. Ekki má opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar. 

Myndir hér