Bangsar í glugga

Bangsar í glugga

Það er  tilvalið að gera sér dagamun í skólanum og fara í göngutúr. Í gær auglýsti yngsta stig skólans eftir böngsum í glugga og það stóð heldur betur ekki á viðbrögðunum. 

Glöggir bæjarbúar, sem auðvitað virða tveggja metra regluna, tóku eftir því að á örskotstundu tóku tuskudýr að prýða glugga Skagstrendinga. Bangsarnir horfa misgáfulegir á svip út um gluggann, stundum einn og stundum með alla bangsafjölskylduna,  og bjóða góðan dag. 

Allsherjar bangsaleit var hjá nemendum yngsta stigs í morgun og skemmtu allir sér vel, nemendur, starfsfólk og bangsar.