Barnakór Skagastrandar

Ágætu foreldrar barna í 1.-7.bekk.
Stofnaður hefur verið Barnakór Skagastrandar og eru öll börn á þessum aldri á svæðinu velkomin að skrá sig. Kóræfingar verða alla fimmtudaga kl. 16:00 til 17:30 í Hólaneskirkju.

Að kórnum standa Höfðaskóli, Tónlistarskóli A-Hún og Hólaneskirkja.

Ég hlakka til að hitta söngelsku börnin ykkar á fystu kóræfingunni, fimmtudaginn 4. október kl. 16:00

Bestu kveðjur,
Ástrós Elísdóttir kórstjóri