Blár apríl

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum Apríl, árlegu vitundarátaki um einhverfu þar sem fólk er hvatt til að kynna sér málefni einhverfra og sýna einhverfum stuðning og samstöðu.

Markmiðið er að auka þekkingu og skilning almennings á einhverfu og að safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

KLÆÐUMST BLÁU ÞRIÐJUDAGINN 2.APRÍL

http://www.blarapril.is/