Danskennsla :)

Í þessari viku hafa nemendur verið í danskennslu hjá Ingunni Hallgrímsdóttur, en hún er dans kennari og kemur til okkar alla leið frá Dalvík :). 

Nemendur hafa staðið sig frábærlega í þessum tímum og í dag var foreldrum boðið að koma og dansa með og sjá það sem nemendur hafa verið að æfa.

Það var frábær mæting hjá foreldrum og fyrir það erum við mjög þakklát.

Gott samstarf og áhugi foreldra á skólastarfi barna sinna skiptir öllu máli. 

Myndir hér.