Endurskinsvesti

Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki afhendi í dag nemendum Höfðaskóla endurskinsvesti. Það var Dagný Rósa Úlfarsdóttir kennari á unglingastigi sem tók á móti vestunum utandyra og með 2ja metra fjarlægðarmörkum svona að mestu leyti. Fyrir hönd Kiwanis þá voru það Steinn Ástvalsson og Ingólfur Örn Guðmundsson sem afhendu vestin og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Nemendur yngsta stigs klæddust svo vestunum í morgun og sátu fyrir á mynd, eins og verður að vera þá var tekin ein mynd af þeim brosandi og ein grettumynd.