Föstudagskveðja á miðvikudegi

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nú er að öllum líkindum aðeins ein vika eftir af þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi í skólastarfi. Næsta vika verður með sama skipulagi og þessi, þ.e.: 
 

- Yngsta stig mætir í skólann kl. 8:00 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:00.

- Miðstig mætir í skólann kl. 8:30 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:15.

- Unglingastig mætir í skólann kl. 9:00 og taka kennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:30.

Ekki verður hafragrautur í boði né ávaxtastund á miðvikudaginn. Hádegismatur og frístund falla einnig niður. 

Í byrjun næstu viku munum við senda ykkur upplýsingar um skólastarf sem taka gildi þann 4. maí n.k.

Starfsfólk Höfðaskóla óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir einstaka samvinnu á undanförnum vikum.

Með sumarkveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa