Handritasamkeppni Árnastofnunar

Myndasaga Vésteins.
Myndasaga Vésteins.

Á vef Árnastofnunar segir:

Handritasamkeppni Árnastofnunar var haldin í samstarfi við Sögur – verðlaunahátíð barnanna í tilefni af því að 21. apríl 2021 voru liðin 50 ár frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku.

Hátt í hundrað handrit bárust í keppnina. Dómnefnd sem skipuð var þeim Gísla Sigurðssyni, Arndísi Þórarinsdóttur og Goddi tók til starfa í byrjun apríl og skoðaði handrit frá grunnskólanemum víðs vegar að af landinu.

Einn nemandi úr Höfðaskóla, Vésteinn Heiðarr Sigurðarson 7. bekk var valinn sigurvegari ásamt 12 öðrum krökkum. Um handrit Vésteins segir: „Grípandi teiknimyndasaga með eigin stíl og innblástur úr gömlu útlagasögunum þar sem allt getur gerst“andi teiknimyndasaga með eigin stíl og innblástur úr gömlu útlagasögunum þar sem allt getur gerst“


Söguna hans Vésteins má lesa á síðu Árnastofnunar.
Til hamingju Vésteinn Heiðarr :)