Heimsókn frá Judith og Morten, starfsmönnum BioPol á miðstigið

Krakkarnir á miðstigi fengu frábært fólk til sín í heimsókn á miðvikudaginn 25 maí frá Biopol. Þau Judith og Morten komu og voru með geggjað sýningu og kennslu fyrir krakkana frá kl. 10-12 sem lukkaðist afar vel. Þau lærðu margt skemmtilegt t.d. hvernig maður nær fram DNA úr banana, kíví og tómötum, muninum á basa og sýru, efnaskipti og efnahvörf og margt fleira skemmtilegt. Einnig eins og að sjá hvernig fílatannkrem virkar.

Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þetta frábæra framlag.

Fullt af myndum hér