Föstudagskveðja

Heil og sæl

Ótrúlegt en satt þá er einungis ein vika eftir af febrúar sem líkt og janúar hefur hrekkt okkur með vondum veðrum og kvefi.

Umhverfisnefnd fundaði í vikunni og hægt er að nálgast fundargerð á heimasíðu skólans.

Næsta vika verður viðburðarík 

  • mánudaginn er bolludagur og mega nemendur koma með bollur með sér í nestið.

  • þriðjudaginn er sprengidagur og boðið uppá saltkjöt og baunir í Fellsborg. 

  • miðvikudaginn er öskudagur, nemendur mega mæta í furðufötum/búningum í skólann og svo er frí eftir hádegið svo hægt sér að fara á fyrirtækjaflakk og syngja.  

    • nemendum 1.-4.bekkjar stendur til boða, eins og önnur ár, að fara með frístund og syngja. 

Vetrarfrí verður föstudaginn 28.febrúar og mánudaginn 2.mars og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá