Fjáröflun foreldrafélags Höfðaskóla
27.11.2025
Eins og var kynnt á stigskemmtunum í vikunni ætlar foreldrafélag Höfðaskóla að vera með fjáröflun eins og síðustu ár. Til sölu verður dagatal sem inniheldur leiðbeiningar fyrir gönguferðir/hugmyndir af fjölskyldusamveru fyrir hvern mánuð í nágrenni Skagastrandar ásamt korti yfir svæðinu sem um ræðir og staðreyndum. Fallegt dagatal sem vert er að eiga! Dagatalið kostar 3500 í forsölu fram á föstudag. Eftir það 4000 kr. Til þess að panta eintak er hægt að hafa samband við Monika Tischleder gjaldkera eða millifæra inn á reikning Höfðaskóla
kt 671088-8599
Reikningsnúmer
0160-26-001865.
Dagatölin verða afhent í desember