Flippíþróttadagurinn

Finnbogi útskýrir leikreglur fyrir nemendum á yngsta stigi
Finnbogi útskýrir leikreglur fyrir nemendum á yngsta stigi

Okkar árlegi flippíþróttadagur var haldinn í dag. Að þessu sinni var hann innandyra en það var ekki til að skemma stemninguna. Nemendur kepptu í hópum, þrjú lið á yngsta stigi, þrjú lið á miðstigi og nemendur unglingastigs kepptu að þessu sinni eftir bekkjarskiptingu.  

Keppt var í greinum eins og púsli, uppröðun plastglasa og stígvélakasti.

Nemendur ásamt starfsfólki skemmtu sér konunglega.

Myndir hér