Föstudagsgleði

Sæl kæru vinir!
Þemadagarnir fara vel af stað og nemendur eru í óða önn að undirbúa afmæli skólans sem verður n.k. þriðjudag. Við erum t.d. búin að draga fram gamlar myndir og hengja upp og það eru mikil hlátrasköll þegar nemendur skoða myndirnar og finna t.d. foreldra sína eða ömmur og afa.

Næsta vika verður því aðeins frábrugðin hefðbundinni skólaviku. Á mánudag lýkur kennslu kl. 12:00. Nemendur á mið- og unglingastigi fara þá heim en frístund tekur við fyrir yngri bekki. Nemendur sem ekki eru í frístund mega vera til kl. 14:00 endurgjaldslaust. Á þriðjudag leggjum við lokahönd á undirbúning fyrir opið hús og hlökkum til að sjá ykkur í skrúðgöngu kl 14:00. Eftir gönguna verður opið hús í skólanum. Á mánudag og þriðjudag verður ekki sundkennsla.

Á föstudag í næstu viku er starfsdagur en þá fara kennarar á haustþing KSNV í Varmahlið.

Semsagt, alltaf nóg að gera í Höfðaskóla :)
Góða helgi
Sara Diljá og Guðrún Elsa