Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikurnar halda áfram að þjóta hjá og langþráður febrúar mánuður loksins farinn af stað. Janúar var frekar langur og flestir hér sammála um að hann hafi sennilega liðið helmingi hægar en allir aðrir mánuðir :)
 
Veikindi hafa verið að herja á nemendur og við vonum að allir fari nú að hressast. 
 
Í gær var gangafundur með nemendum þar sem við kynntum fyrir þeim nýtt fyrirkomulag með handþurrkur á salernum. Í tengslum við grænfána verkefnið erum við að skipta út pappírs handþurrkum fyrir fjölnota þvottastykki. 
 
Annars er lítið að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa