Heil og sæl kæra skólasamfélag
Þá er enn ein skólavikan að baki og hún gekk heilt yfir mjög vel. Margt var brallað bæði innandyra og utan og allir lögðu sitt af mörkum til að skapa skemmtilegt og lærdómsríkt andrúmsloft.
Ritstjórn Höfðafrétta sá um náttfatadag í vikunni og var mikil gleði í húsinu. Hér má sjá myndir af stemningunni frá þeim degi, þar sem nemendur og kennarar tóku virkan þátt og gerðu daginn eftirminnilegan.
Við viljum minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi þess að upplýsa starfsfólk frístundar um hvaða íþróttir börnin eiga að sækja svo hægt sé að tryggja að þau komist á réttum tíma á rétta staði. Þetta auðveldar alla skipulagningu.
Einnig viljum við biðja foreldra/forráðamenn barna í tónlistarskólanum að vera meðvitaða um hvenær börnin eiga tónlistartíma og hjálpa þeim að muna eftir þeim á morgnanna.
Hafragrauturinn hefur verið vel sóttur það sem af er skólaárinu og minnum á að hann er í boði alla morgna, frábær byrjun á deginum fyrir nemendur.
Í næstu viku verður valgreinadagur unglingastigsins haldinn á Hvammstanga, miðvikudaginn 2. október. Farið verður frá skólanum kl. 12:30 og áætluð heimkoma er um kl. 21:00. Grunnskólinn á Hvammstanga er símalaus skóli og mikilvægt að nemendur okkar virði þær reglur sem þar eru settar.
Einnig minnum við á að þriðjudaginn 1. október fer starfsfólk skólans á námskeið og því fellur bæði kennsla og frístund niður eftir kl. 14:00 þann dag.
Að lokum viljum við minna á að nú færist myrkrið yfir og það er mikilvægt að nemendur séu með endurskinsmerki svo öll sjáist vel á leið í og úr skóla
Við óskum ykkur öllum góðrar helgar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |