Föstudagskveðja

Kæru foreldrar,

Við þökkum fyrir ánægjulega viku þar sem við höfum unnið í hinum ýmsu verkefnum utandyra. Það hefur verið gefandi að sjá nemendur okkar njóta sín í leik og starfi úti við, enda skólastarfið komið á fullt skrið meðfjölbreyttum verkefnum og spennandi áskorunum.

Næsta vika verður sérstaklega spennandi því þá hefst svakaleg lestrarkeppni fyrir 1.-7. bekk undir stjórn Söndru bókavarðar. Við hvetjum alla til að taka virkan þátt í keppninni og styðja við lestur barna sinna heima fyrir. Ef spurningar vakna varðandi lestrarkeppnina eða önnur verkefni vikunnar, ekki hika við að hafa samband.

Á þriðjudaginn er svo dagur íslenskrar náttúru og munum við nýta tækifærið til að fara í skemmtilegar vettvangsferðir og fræðast um náttúruna í nærumhverfi okkar.

Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri, því við munum eyða góðum tíma utandyra næstu daga.

Einnig er vert að minna á að hafa sundföt meðferðis samkvæmt stundaskrá.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Berglind Hlín