Kæru foreldrar/forráðamenn,
Fjölbreytt og viðburðarík vika er að baki hjá okkur í Höfðaskóla. Nemendur hafa nýtt góða veðrið og verið mikið úti við nám og leik, eins og sjá má í frétt okkar um útikennsluna á heimasíðu skólans.
Við viljum minna á mikilvægi þess að nemendur séu klæddir eftir veðri, sérstaklega nú þegar haustið er gengið í garð. Útikennsla er fastur liður í skólastarfinu og því nauðsynlegt að börnin komi með viðeigandi fatnað, svo sem regnklæði, vettlinga og húfur eftir aðstæðum.
Gaman er að segja frá því að hænuungarnir okkar dafna vel í góðu dekri nemenda og starfsfólks. Þeir hafa verið uppspretta mikillar gleði í skólastarfinu.
Í næstu viku fara fram haustfundir með foreldrum og umsjónarkennurum. Við hvetjum alla foreldra eindregið til að mæta, enda eru fundirnir mikilvægur vettvangur til að ræða skólastarfið og kynnast betur því sem framundan er á skólaárinu. Nánari upplýsingar um tímasetningar fundanna hafa borist foreldrum í tölvupósti.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |