Föstudagskveðja

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Enn ein vikan er liðin hjá okkur í skólanum og er komið að föstudagskveðju. 

Síðastliðin vika hófst á skipulagsdegi þar sem starfsfólk skólans kom saman til að undirbúa næstu vikur og skipuleggja námsefni og verkefni fyrir nemendur. Slíkir dagar eru mikilvægir. 

Ungarnir eru farnir að skríða út úr eggjunum sínum og vekur það ómælda gleði nemenda og starfsfólks.

Nemendur á yngsta stig hafa verið í tónlistarsköpun í þessari viku. Nemendur hafa fengið að prófa sig áfram með mismunandi hljóðfæri, búa til eigin lög og læra um hrynjanda og takt. 

Námsmat úr fyrstu sex vikna námslotu vetrarins mun berast foreldrum og forráðamönnum þriðjudaginn 21. október. Við hvetjum ykkur til að lesa matið yfir með börnunum ykkar og ræða málin við þau. 

Í næstu viku er þemavika sem heitir Góðgerðarvika. Miðvikudaginn 22. október er bleikur dagur og við hvetjum alla til að mæta í bleikum fatnaði til að sýna stuðning við mikilvægt málefni. Sama dag er einnig opið hús frá kl. 16:00- 18:00 þ.e. tvöfaldur dagur hjá starfsfólki og nemendum. Hlökkum til að sjá ykkur.

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 23. október kl. 19:00 og strax þar á eftir verður fyrirlestur frá lögreglunni sem heitir „Börn, unglingar og samfélagsmiðlar". Þetta er mikilvægt efni fyrir alla foreldra/forráðamenn og við hvetjum ykkur eindregið til að mæta.

Með samvinnu sköpum við ánægjulegt námsumhverfi fyrir börnin okkar.

Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín