Kæru foreldrar/forráðamenn
Opna húsið okkar miðvikudaginn 22.okt sl. gekk einstaklega vel og þökkum við öllum þeim sem sáu sér fært að koma og heimsækja okkur. Það var dásamlegt að sjá hversu margir komu og sýndu starfi nemenda skólans áhuga. Myndir hér
Hápunktur vikunnar var án efa Jól í skókassa verkefnið, þar sem nemendur pökkuðu inn skókössum og settu í þá gjafir handa börnum í Úkraínu. Þurftu þau að setja sig í aðstæður annarra og vinna saman að því að gleðja börn sem þurfa á hjálp að halda. Nemendur 9. og 10.bekkjar stóður fyrir vöfflukaffi þar sem söfnuðust 73.500 krónur til styrktar þessu mikilvæga verkefni. Við þökkum kærlega öllum sem styrktu málstaðinn með frjálsum framlögum. Myndir hér
Nemendur í 8.-10. bekk fengu einstakt tækifæri til að læra að búa til smørrebrød að dönsku sið. Þau sýndu matargerðinni mikinn áhuga, unnu sama og snæddu svo saman. Það er einstakt tækifæri að fá hingað í heimsókn danskan farkennara sem dvelur allan októbermánuð. Myndir hér
Í næstu viku munu nemendur 1.-2.bekkjar halda áfram að vinna þemaverkefni um bílinn meðan nemendur 3.og 4. bekkjar vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Miðstigið heldur áfram að krúttast með ungana sína, sem eru óendanleg uppspretta gleði.
Við þökkum fyrir ómetanlegan stuðning og hlökkum til að halda áfram að vinna með frábæru nemendunum okkar.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |