Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan var svo sannarlega stutt hjá okkur, aðeins tveir skóladagar eftir gott vetrarfrí. 

Það er ýmislegt framundan hjá okkur í nóvember og má þá nefna að 7.bekkur heldur af stað í skólabúðirnar að Reykjum á mánudaginn, dagur íslenskrar tungu er 16.nóvember. Þá eru stigsskemmtanir einnig í nóvember og verða þær nánar auglýstar síðar. 
 
Í Höfðaskóla er margt skemmtilegt um að vera og við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur ef þið viljið fræðast um starfið okkar eða sjá hvað nemendur eru að kljást við. Skólinn er hjartað í samfélaginu og við eigum að standa sameiginlega vörð um hann og hafa umræðu um skólamál jákvæða og uppbyggilega. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín