Föstudagskveðja

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Nemendur á yngsta stigi eru farin að undirbúa stigsskemmtanir sem verða 25.-27.nóvember og er mikið sungið og trallað í skólanum þessa dagana.

Nemendur 7.bekkjar dvöldu í skólabúðunum á Reykjum frá mánudegi fram á fimmtudag og létu vel af sér við heimkomuna. Margt skemmtilegt brallað hjá þeim í vikunni.

Í næstu viku fara nemendur 9. og 10.bekkjar á starfamessu á Sauðárkróki fimmtudaginn 20.nóv, sjá meira um það hér.

Nú engin sundkennsla fyrr en á nýju ári og minnum við á að nemendur fara núna í íþróttir á þeim tíma sem áður var sund og skiptir þá máli að vera með íþróttaföt á þeim dögum.

Það er búið að vera ansi kalt úti og þurfa nemendur að vera klæddir í takt við veðrið og gott getur verið að hafa auka vettlinga og sokka í skólatöskunni.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín