Sæl öll
Vikan í Höfðaskóla gekk vel og allt í einu er janúar hálfnaður.
Við erum að lestrarprófa alla nemendur skólans í þessari viku og næstu. Niðurstöður verða svo kynntar í foreldraviðtölum 3.febrúar næstkomandi.
Þriðju námslotu skólaársins er að ljúka og er nýtt námsmat að detta inn hjá nemendum skólans. Námsvísir verður svo uppfærður á miðvikudaginn í næstu viku og er þá hægt að sjá skipulag fjórðu námslotu skólans.
Fram að jólum fóru allir nemendur skólans í útikennslu með Berglindi Sólrós en núna fara þau í listir hjá Kristbjörgu Dúfu, myndir af fyrstu verkefnum yngsta stigs eru hér.
Vegna síbreytilegra veðurskilyrða viljum við minna á mikilvægi þess að nemendur séu vel búnir fyrir útiveru. Við mælum sérstaklega með því að hafa auka sokkapar í töskunni, þar sem blaut föt geta haft áhrif á líðan barnanna yfir skóladaginn.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |