Föstudagskveðja

Þessar stöllur stóðu vöffluvaktina í kaffitímanum.
Þessar stöllur stóðu vöffluvaktina í kaffitímanum.

Sæl öll

Tíminn líður á ógnarhraða og framundan er síðasta vika janúarmánaðar. 

Bóndadagurinn er í dag sem markar upphaf þorra. Stúlkurnar í 1.-7.bekk steiktu vöfflur í tilefni dagsins. Vöfflurnar snæddu þær ásamt drengjunum í kaffitímanum.  Myndir hér.

Ný námslota hófst í vikunni og er þema hennar þorrinn, hefðir og valdatafl. Inn í þetta fléttast einnig hjálpsemi og sjálfbærni. Námsvísir skólans hefur að geyma allar kennsluáætlanir lotunnar og hægt er að nálgast þær hér.

Gott er fyrir foreldra að hafa í huga að það er skipulagsdagur, viðtalsdagur og vetrarfrí í febrúar, nánari upplýsingar um dagsetningar á þeim dögum er hægt að sjá á forsíðu heimasíðu skólans, viðburðalisti.

Við höldum áfram að njóta veðursins.

Áfram Ísland
Með góðri kveðju
Guðrún Elsa og Berglind Hlín